Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 20:30 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira