Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. nóvember 2021 16:39 Eins og sjá má á myndinni voru öldurnar svakalegar við Reynisfjöru síðdegis og lentu fleiri en einn ferðamaður í sjónum. Leiðsögumaður telur hátt í tvö hundruð manns hafa verið í fjörunni þegar slysið varð. David Kelley Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24