Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 15:20 Málið verður dómtekið fyrir héraðsdómi eftir tvær vikur. Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur. Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur.
Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira