Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:14 Fenster hefur setið í fangelsi í Mjanmar í fimm mánuði. AP Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar. Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar.
Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48