Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 22:06 Siggeir F. Ævarsson er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira