Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:01 Refsingin var átján mánuðir vegna tafa á dómsmálinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira