Dagur í lífi Söru Sigmunds í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir í módelstörfum að kynna hönnun sína fyrir WIT Fitness. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir síðustu mánuðum ársins 2021 í hitanum í Dúbaí og gerir allt til þess að geta keppt á sínu fyrsta móti rétt fyrir jól. Í Youtube-þættinum „Behind the Rune“ sýnir Sara frá degi sínum í Dúbæ og ræðir markmið sín á næstunni. Sara hefur tilkynnt að hún muni keppa á Dubai CrossFit Championship frá 16. til 18. desember en þá verða aðeins átta mánuðir liðnir frá krossbandsaðgerð hennar. Hún segir það vera markmiðið en það fari líka mikið eftir því hvernig gangi hjá henni í endurhæfingunni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eftir að Sara fékk grænt ljós frá læknunum þá hefur hitnað hjá henni á æfingunum í bókstaflegri merkingu því hún flaug suður til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara gat farið að æfa á fullum krafti og fær tvo mánuði til að gera sig aftur keppnisklára. Er líka að hugsa um Billy Í myndbandinu „Behind the Rune“ fer Sara yfir ákvörðun sína að flytja sig til Dúbaí. „Það eru sex mánuðir frá því að ég fór í krossbandsaðgerð og þið munið hér sjá einn dag hjá mér í Dúbaí,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í byrjun myndbandsins. Sara segir frá æfingum sínum, heimsókn til sjúkraþjálfara og nýju hlutverki sínu að gæta hundsins Billy á meðan eigandi hans er í Englandi. „Ástæðan fyrir því að ég kom til Dúbaí er að hér hef ég allt til alls. Ég get fengið hér rétta matinn, ég hef sjúkraþjálfarann minn hér, ég hef aðgang að æfingasal og það er svo gott andrúmsloft hér. Það styðja mig allir og eru líka tilbúnir að ýta mér áfram á æfingunum.,“ sagði Sara. Tók ákvörðunin fimm mánuðum eftir aðgerð „Ég tók þessa ákvörðun fimm mánuðum efir aðgerð því ég þurfti að komast eitthvert í búblu til að geta verið klár fyrir Dubai Championship í desember,“ sagði Sara. „Ég er bjartsýn á það að ég geti keppt en þá verða samt bara liðnir átta mánuðir frá aðgerðinni, Það tekur vanalega átta til tólf mánuði að ná því að æfa á fullum krafti og ég ætla að fara að keppa á þeim tíma. Ég er vongóð um að geta keppt en einhver sagði mér það í byrjun ferlisins að það væri enginn möguleiki á því. Mitt svar var: Þú hefðir ekki átt að segja þetta,“ sagði Sara og hló. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BJqf59v7QX0">watch on YouTube</a> „Ég mun gera allt sem ég get og það eina sem ég hugsa um á æfingunum núna er: Ef þú slakar á núna þá verður þú ekki tilbúin. Af hverju ættir þú að hægja á þér núna? Þú finnur ekkert til og ert bara þreytt,“ sagði Sara. Markmiðunum þínum er skítsama um hvernig þér líður „Ég fann þessa frábæru tilvitnun fyrir tveimur mánuðum og ég hugsa um hana á hverjum degi. Þar stóð: Markmiðunum þínum er skítsama um hvernig þér líður. Ef þér líður ekki nógu vel þann daginn þá er markmiðunum alveg sama og á meðan eru allir aðrir að verða betri,“ sagði Sara. „Ég yrði reið út í sjálfa mig ef ég gerði ekki allt til að verða tilbúin. Ef ég hef gert allt í mínu valdi að mínu mati, tveimur dögum fyrir keppni, og er samt ekki tilbúin þá verð ég ánægð með mig því þá hef hef ég gefið allt mitt,“ sagði Sara Stærsta markmiðið eru heimsleikarnir „Mitt stærsta markmið er að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ágúst og standa mig betur en síðast þegar ég varð í 21. sæti. Ég var ekki alveg lík sjálfri mér þá. Ég er að vonast til þess að verða ein af tíu bestu á heimsleikunum 2022,“ sagði Sara. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Sara hefur tilkynnt að hún muni keppa á Dubai CrossFit Championship frá 16. til 18. desember en þá verða aðeins átta mánuðir liðnir frá krossbandsaðgerð hennar. Hún segir það vera markmiðið en það fari líka mikið eftir því hvernig gangi hjá henni í endurhæfingunni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eftir að Sara fékk grænt ljós frá læknunum þá hefur hitnað hjá henni á æfingunum í bókstaflegri merkingu því hún flaug suður til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara gat farið að æfa á fullum krafti og fær tvo mánuði til að gera sig aftur keppnisklára. Er líka að hugsa um Billy Í myndbandinu „Behind the Rune“ fer Sara yfir ákvörðun sína að flytja sig til Dúbaí. „Það eru sex mánuðir frá því að ég fór í krossbandsaðgerð og þið munið hér sjá einn dag hjá mér í Dúbaí,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í byrjun myndbandsins. Sara segir frá æfingum sínum, heimsókn til sjúkraþjálfara og nýju hlutverki sínu að gæta hundsins Billy á meðan eigandi hans er í Englandi. „Ástæðan fyrir því að ég kom til Dúbaí er að hér hef ég allt til alls. Ég get fengið hér rétta matinn, ég hef sjúkraþjálfarann minn hér, ég hef aðgang að æfingasal og það er svo gott andrúmsloft hér. Það styðja mig allir og eru líka tilbúnir að ýta mér áfram á æfingunum.,“ sagði Sara. Tók ákvörðunin fimm mánuðum eftir aðgerð „Ég tók þessa ákvörðun fimm mánuðum efir aðgerð því ég þurfti að komast eitthvert í búblu til að geta verið klár fyrir Dubai Championship í desember,“ sagði Sara. „Ég er bjartsýn á það að ég geti keppt en þá verða samt bara liðnir átta mánuðir frá aðgerðinni, Það tekur vanalega átta til tólf mánuði að ná því að æfa á fullum krafti og ég ætla að fara að keppa á þeim tíma. Ég er vongóð um að geta keppt en einhver sagði mér það í byrjun ferlisins að það væri enginn möguleiki á því. Mitt svar var: Þú hefðir ekki átt að segja þetta,“ sagði Sara og hló. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BJqf59v7QX0">watch on YouTube</a> „Ég mun gera allt sem ég get og það eina sem ég hugsa um á æfingunum núna er: Ef þú slakar á núna þá verður þú ekki tilbúin. Af hverju ættir þú að hægja á þér núna? Þú finnur ekkert til og ert bara þreytt,“ sagði Sara. Markmiðunum þínum er skítsama um hvernig þér líður „Ég fann þessa frábæru tilvitnun fyrir tveimur mánuðum og ég hugsa um hana á hverjum degi. Þar stóð: Markmiðunum þínum er skítsama um hvernig þér líður. Ef þér líður ekki nógu vel þann daginn þá er markmiðunum alveg sama og á meðan eru allir aðrir að verða betri,“ sagði Sara. „Ég yrði reið út í sjálfa mig ef ég gerði ekki allt til að verða tilbúin. Ef ég hef gert allt í mínu valdi að mínu mati, tveimur dögum fyrir keppni, og er samt ekki tilbúin þá verð ég ánægð með mig því þá hef hef ég gefið allt mitt,“ sagði Sara Stærsta markmiðið eru heimsleikarnir „Mitt stærsta markmið er að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ágúst og standa mig betur en síðast þegar ég varð í 21. sæti. Ég var ekki alveg lík sjálfri mér þá. Ég er að vonast til þess að verða ein af tíu bestu á heimsleikunum 2022,“ sagði Sara. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira