Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2021 21:23 Víða mátti sjá myndir af Lenín og Stalín, sem göngufólk hélt á lofti. AP/Pavel Golovkin Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag. Rússland Sovétríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag.
Rússland Sovétríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira