Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 08:01 Mustafa al-Khadimi lifði af banatilræði sem gert var gegn honum í morgun. AP Photo/Khalid Mohammed, File Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu. Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu.
Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46