Ótrúleg tölfræði Ronaldo: Man Utd væri með tvö stig án hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Cristiano Ronaldo elskar að spila í Meistaradeild Evrópu. Chloe Knott/Getty Images Það má segja margt um Cristiando Ronaldo en eitt er víst, hann skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu. Án marka hans væri Manchester United með aðeins tvö stig að loknum fjórum umferðum. Mörk hans til þessa í keppninni má sjá neðst í fréttinni. Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira