„Það væri gaman að fá Njarðvík“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2021 22:05 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var glaður að vera kominn áfram í bikarkeppninni eftir sigur á KR á heimavelli í kvöld, 84-77. Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10