Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2021 13:31 Bjarni Guðráðsson hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Ísmús Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal og organisti, er látinn 86 ára að aldri eftir stutt veikindi. Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo. Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo.
Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira