Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 07:29 Svissneski listamaðurinn Gerry Hofstetter framdi gjörning í tilefni COP26, þar sem hann varpaði myndum á ísjaka við strendur Grænlands. Þannig freistaði hann þess að búa til tímabundna minnisvarða um þær loftslagsbreytingar sem maðurinn og aðrir íbúar jarðarinnar standa frammi fyrir. epa/Frank Schwarzbach Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum. Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum.
Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16