Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2021 23:46 Jóhann Rúnar Skúlason er ekki lengur landsliðsmaður Íslands í hestaíþróttum. Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira