Samþykktu fimmtán prósenta lágmarksskatt á fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 16:18 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron forseti Frakklands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Joe Biden forseti Bandaríkjanna eru meðal leiðtoga tuttugu stærstu hagkerfa heims. AP/Stefan Rousseau Leiðtogar tuttugu stærstu hagkerfa heims hafa lýst yfir stuðningi við áætlun um lágmarksskatt fyrirtækja á heimsvísu. Viðræður hafa staðið yfir um mánaða skeið en samkvæmt yfirlýsingu sem samþykkt var á G20-fundinum í Róm í dag á skatturinn að vera fimmtán prósent. „Við komumst að sögulegu samkomulagi um sanngjarnara og skilvirkara alþjóðlegt skattkerfi,“ sagði Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, á fundinum í dag samkvæmt frétt Business Insider. Þar segir að samkomulaginu sé ætlað að snúa við áratugalangri þróun þar sem fyrirtækjaskattar hafa orðið lægri og lægri. Samkomulagið hefur ekki verið formlega samþykkt en það verður hluti af yfirlýsingu fundarins sem skrifa á undir á morgun. Næsta skref er að hvert ríki fyrir sig þarf að gera samkomulagið að lögum. Reuters segir að markmiðið sé að það verði gert í öllum ríkjunum fyrir lok árs 2023. Fréttaveitan hefur eftir einum úr sendinefnd Bandaríkjamanna að samkomulagið sé meira an skatta-samkomulag. Það sé verið að gera grundvallarbreytingar á heimslæga hagkerfinu. Sá sagði blaðamönnum að samkomulagið fæli í sér að færri störf yrðu flutt erlendis og tekjur ríkja myndu aukast. Skattar og tollar Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
„Við komumst að sögulegu samkomulagi um sanngjarnara og skilvirkara alþjóðlegt skattkerfi,“ sagði Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, á fundinum í dag samkvæmt frétt Business Insider. Þar segir að samkomulaginu sé ætlað að snúa við áratugalangri þróun þar sem fyrirtækjaskattar hafa orðið lægri og lægri. Samkomulagið hefur ekki verið formlega samþykkt en það verður hluti af yfirlýsingu fundarins sem skrifa á undir á morgun. Næsta skref er að hvert ríki fyrir sig þarf að gera samkomulagið að lögum. Reuters segir að markmiðið sé að það verði gert í öllum ríkjunum fyrir lok árs 2023. Fréttaveitan hefur eftir einum úr sendinefnd Bandaríkjamanna að samkomulagið sé meira an skatta-samkomulag. Það sé verið að gera grundvallarbreytingar á heimslæga hagkerfinu. Sá sagði blaðamönnum að samkomulagið fæli í sér að færri störf yrðu flutt erlendis og tekjur ríkja myndu aukast.
Skattar og tollar Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira