Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Snorri Másson skrifar 29. október 2021 19:45 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór. Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór.
Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41