Leikskólar fyrir börnin Birgir Smári Ársælsson skrifar 29. október 2021 08:01 Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun