Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 21:00 Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ. Pug-hundar, eins og sá sem sést á myndinni til hægri, glíma sumir við alvarleg heilsufarsvandamál vegna óvarlegrar ræktunar. Vísir/Arnar Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira