Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira