Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira