Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 12:10 Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Getty Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga
Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira