Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2021 20:03 Höfn í Hornafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27