„Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 14:01 Hamza Kablouti er búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum með Aftureldingu í Olís deildinni í vetur. Seinni bylgjan Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta. Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira