Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 08:42 Verkamenn bisa við nýjan sjóvarnargarð á Boigu-eyju í Torres-sundi. Fleiri en 250 eyjur eru í sundinu sem skilur að Cape York-skaga Ástralíu og suðurströnd Papúa Nýju-Gíneu. Þær eru á meðal fjölda Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Vísir/Getty Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00