Skipti um nafn áður en hún gekk af velli í 315. og síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:31 Carli Lloyd veifar til áhorfenda í síðasta landsleik sínum í nótt. AP/Andy Clayton-King Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi eina af sínum stærstu goðsögnum í nótt þegar Carli Lloyd spilaði sinn síðasta landsleik í 6-0 sigri á Suður-Kóreu. Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira