Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2021 22:21 Drífa Jónasdóttir vann rannsóknina sem hluta af doktorsnámi sínu við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“ Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira