Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 10:19 Hrönn Stefánsdóttir hefur stýrt gangi mála á Neyðarmóttöku undanfarin fimm ár. Hún flytur sig nú yfir á geðsvið Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“ Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira