Iðnaðarmenn vilja festa Allir vinna í sessi Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2021 14:15 Hilmar Harðarson er formaður Samiðnar. Samiðn Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Iðnaðarmenn hvetja til þessa í ályktun miðstjórnarfunds Samiðnaðar, en stjórnvöld ákváðu á vordögum 2020 að hækka endurgreiðsluhlutfallið á virðisaukaskattinum úr 60 prósent í 100 prósent. Í tilkynningu frá Samiðn segir að aðgerðirnar hafi heppnast vel og nemi endurgreiðslurnar fyrir janúar til ágúst á þessu ári samtals 5,9 milljarða króna. „Átakið stuðlar að mörgum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Enn fremur skiptir það miklu máli út frá neytendasjónarmiðum. Samiðn hvetur því stjórnvöld að festa umrædd átak í sessi sem að öllu óbreyttu rennur út um næstkomandi áramót. Í ályktun Samiðnar kemur fram að það sem skipti almenning mestu máli þegar kemur að störfum iðnaðarmanna séu gæði vinnu þeirra. Þetta kom fram í könnun sem Ráðhúsið vann fyrir Samiðn í ágúst sl. Eitt það mikilvægasta til að tryggja góð vinnubrögð í iðngreinum er að viðhalda ríkum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem hyggjast starfa þar. Að neytendur geti fullvissað sig um að fá faglega þjónustu frá fagmanni sem þekki til verka hér á landi. Stjórnvöld verða því að tryggja að lögvernduð iðngreina sé tryggð og að ríkur hvati sé til staðar að leita sér iðnmenntunar,“ segir í tilkynningunni. Náði einnig til bílaviðgerða Stjórnvöld ákváðu að hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60 prósentum í 100 prósent í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu. Á vef Skattsins segir að endurgreiðslan sé af vinnu manna við íbúðarhúsnæði sem veitt sé á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021. „Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.“ Skattar og tollar Neytendur Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Iðnaðarmenn hvetja til þessa í ályktun miðstjórnarfunds Samiðnaðar, en stjórnvöld ákváðu á vordögum 2020 að hækka endurgreiðsluhlutfallið á virðisaukaskattinum úr 60 prósent í 100 prósent. Í tilkynningu frá Samiðn segir að aðgerðirnar hafi heppnast vel og nemi endurgreiðslurnar fyrir janúar til ágúst á þessu ári samtals 5,9 milljarða króna. „Átakið stuðlar að mörgum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Enn fremur skiptir það miklu máli út frá neytendasjónarmiðum. Samiðn hvetur því stjórnvöld að festa umrædd átak í sessi sem að öllu óbreyttu rennur út um næstkomandi áramót. Í ályktun Samiðnar kemur fram að það sem skipti almenning mestu máli þegar kemur að störfum iðnaðarmanna séu gæði vinnu þeirra. Þetta kom fram í könnun sem Ráðhúsið vann fyrir Samiðn í ágúst sl. Eitt það mikilvægasta til að tryggja góð vinnubrögð í iðngreinum er að viðhalda ríkum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem hyggjast starfa þar. Að neytendur geti fullvissað sig um að fá faglega þjónustu frá fagmanni sem þekki til verka hér á landi. Stjórnvöld verða því að tryggja að lögvernduð iðngreina sé tryggð og að ríkur hvati sé til staðar að leita sér iðnmenntunar,“ segir í tilkynningunni. Náði einnig til bílaviðgerða Stjórnvöld ákváðu að hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60 prósentum í 100 prósent í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu. Á vef Skattsins segir að endurgreiðslan sé af vinnu manna við íbúðarhúsnæði sem veitt sé á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021. „Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða.“
Skattar og tollar Neytendur Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13