Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:13 Amnesty International mun loka skrifstofum sínum í Hong Kong fyrir árslok. EPA-EFE/JEROME FAVRE Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð. Hong Kong Mannréttindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð.
Hong Kong Mannréttindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira