Reiðhjólaslys varð til þess að SÍ endurskoðar bætur afturvirkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 15:00 Töluverð vinna bíður starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands að fara yfir þau mál sem dómurinn snertir. Vísir/Egill Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015. Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“ Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“
Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira