Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. október 2021 08:53 Angjelin Sterkaj í dómsal. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent