Sýknaður af því að hafa beitt blekkingum til að öðlast veiðirétt í sunnlenskri á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 21:27 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands, sem staðsettur er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður var um að hafa beitt blekkingum til að koma því til leiðar að félag í hans eigu væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ótilgreindri sunnlenskri á hefur verið sýknaður af ákæru þess efnis. Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Stangveiði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Maðurinn var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa framvísað fölsuðum leigusamningi um leigurétt í umræddri á, og þannig með blekkingum reynt að koma því til leiðar að félag í hans eigu, væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ánni, frá 15. maí 2013 til 1. október 2016. Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu en málið má rekja til þess að þrír einstaklingar lögðu fram kæru á hendur manninum fyrir skjalafals. Í bréfi þeirra til lögreglunnar á Selfossi kom fram að í framhaldi af útboði á leigu veiðiréttar í tveimur ám hafi verið samið við áðurnefnt félag í eigu hins ákærða. Samningum var hins vegar rift árið 2013 vegna vanskila á leigugreiðslum. Eftir riftunina hélt ákærði því fram að á sama tíma og skrifað var undir samninginn sem var á endanum rift, hafi sömu aðilar gert annan samning um leigu á veiðirétt í þriðju ánni fyrir árin 2013 til 2016. Framvísaði hann samningi um það. Samningurinn ekki rannsakaður Kærendur töldu skjalið bera með sér að nöfn þeirra hefðu verið handrituð á það, en þeir könnuðust ekki við skjalið eða handritun sína á því. Kærendur töldu skjalið því falsað sem og handritun þeirra á það og óskuðu eftir rannsókn lögreglu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að engin rannsókn hafi farið fram á þeim undirritunum sem voru á umræddu skjali, auk þess sem að allmörg ár hafi liðið frá atvikum málsins. Þá hafi vitni ekki útilokað að hann hafi gefið ákærða leyfi til þess að prófa að veiða í umræddri á. Þá sagðist annað vitni hafa vottað einn samning í þremur eintökum, þó viðkomandi hafi aðeins lesið fyrsta eintakið. Segir í dómi héraðsdóms að miðað við þetta verði að telja að það leiki mikill vafi á því hvort að ákærða hafi verið ljóst að umræddur samingur hafi verið eða kunni að hafa verið falsaður. Því hafi ekki verið hjá því komist að sýkna manninn af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Stangveiði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira