Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 12:09 Svartklæddir liðsmenn öryggissveita kúbversku kommúnistastjórnarinnar í eftirlitsferð um Havana eftir fjölmenn mótmæli þar í júlí. Hundruð manna voru handtekin í kjölfar þeirra. Vísir/Getty Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði. Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“. Kúba Mannréttindi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“.
Kúba Mannréttindi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira