Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2021 11:48 Starfsmenn Veitna í hreinsistöðinni við Ánanaust. Veitur Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma. Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið. Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56