Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 10:46 Í bréfi sem Andrés Ingi Jónsson sendi forseta loftslagsráðstefnu SÞ og umhverfisráðherra vill hann að fólk og félagasamtök fái frekar aðgang að ráðstefnunni en forstjórar mengandi stórfyrirtækja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira