Fimm forvitnilegir sem vert er að fylgjast með í NBA-deildinni í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2021 23:00 NBA-meistarinn Talen Horton-Tucker er á listanum en talið er að hann fái stórt hlutverk í liði Los Angeles Lakers í vetur. Kevork Djansezian/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst annað kvöld þegar ríkjandi meistarar Milwaukee Bucks taka á móti Brooklyn Nets. Stöð 2 Sport mun áfram sýna frá deildinni og reikna má með hörkuleiktíð með fjölda mismunandi sögulína. Það verður áhugavert að sjá hvernig Giannis Antetokounmpo og félagar í Bucks takast á við það að vera ríkjandi meistarar. Erfiðara að verja titil en að vinna hann og allt það. Kyrie Irving hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hann neitar að láta bólusetja sig og mun því ekki spila með Brooklyn Nets. Mikið hefur verið rætt og ritað um samsetningu Los Angeles Lakers. LeBron James leiðir lið þar sem flestir eru á síðustu metrunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið höndlar álag NBA-deildarinnar. Liðið tapaði öllum sex æfingaleikjum sínum og ljóst að það þarf að fínpússa fleiri en einn hlut áður en deildin fer af stað annað kvöld. Þá tók ESPN tsaman hvaða fimm leikmenn gætu stolið senunni í vetur. Reynt var að forðast að hafa stórstjörnur, áhugaverðustu nýliðana eða þá sem sprungu út í fyrra á listanum. Darius Garland (Cleveland Cavaliers) Darius Garland gegn Bradley Beal.EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Hinn 21 árs gamli Garland sprakk út eftir að skora 37 stig gegn San Antonio Spurs í apríl á síðustu leiktíð ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Sá leikur breytti hugarfari Garland sem var með 17,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Garland er einn af mýmörgum leikmönnum deildarinnar sem virðist geta skotið nánast hvar sem er á vellinum. Þjálfarateymi Cleveland vill sjá hann taka enn fleiri þrista en á síðustu leiktíð þar sem hann var með fimm að meðaltali í leik. Takist Garland að taka næsta skref á sínum ferli er ljóst að hann og Collin Sexton geta gert góða hluti með ungt lið Cleveland. Þeir taka ekki mark á gagnrýnina sem byggist aðallega á því að þeir séu of svipaðir leikmenn. „Við höfum séð Fred VanVleet og Kyle Lowry gera þetta svo af hverjum getum við það ekki? Ég tel okkur vera aðeins betri í dag en þeir voru á okkar aldri.“ Chume Okeke (Orlando Magic) Chuma Okeke er einn af þeim sem á að leiða endurbyggingu Orlando-liðsins.Alex Menendez/Getty Images Hinn 23 ára gamli Okeke spilaði ekkert á sínu fyrsta tímabili í deildinni þar sem hann var að jafna sig af hnémeiðslum. Hann var hlédrægur og talaði lítið sem ekkert við liðsfélaga sína. Hann hefur opnað sig aðeins og er vel metinn af liðsfélögum sínum. Hann spilaði sem kraftframherji á síðustu leiktíð en talið er að Orlando stefni á að nýta hann í fleiri hlutverkum í vetur. Okeke skoraði aðeins 7,8 stig að meðaltali á síðustu leiktíð ásamt því að taka 4 fráköst. Orlando vonast til að Okeke bæti um betur í ár sem og að hann nýtist enn betur varnarlega. OG Anunoby (Toronto Raptors) OG Anunoby hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin misseri.EPA-EFE/ERIK S. LESSER Anunoby ætti í raun að vera útskrifaður þegar kemur að svona listum eftir að hafa skorað 16 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. ESPN, líkt og leikmaðurinn sjálfur, telur þó að hann geti tekið enn eitt skrefið fram á við. Hinn 24 ára gamli Anunoby hefur verið í deildinni frá 2017 en hefur verið einkar óheppinn. Faðir hans lést skömmu fyrir tímabilið 2018-2019, fyrir úrslitakeppnina það tímabilið sprakk botnlangi leikmannsins. Hann hefur einnig verið að glíma við ýmis leiðinleg meiðsli síðan. Kórónufaraldurinn hefur svo haft sín áhrif á öll lið deildarinnar en Toronto var eina liðið sem þurfti að flytja. „Óheppni og slæmar tímasetningar. Ekkert sem hægt er að gera í því,“ segir Anunoby um hrakfarir sínar og ljóst er að hann – og Toronto – ætla sér stóra hluti í vetur. Robert Williams III (Boston Celtics) Robert Williams III heldur í baráttunni gegn Russell Westbrook.EPA-EFE/CJ GUNTHER Hinn 23 ára gamli Williams gæti orðið einn af betri varnarmönnum deildarinnar þegar fram líða stundir. Honum er alveg sama um tölfræði og hversu mörg stig hann skorar, eina sem skiptir hann máli er að vinna leiki. Hann er kallaður „Time Lord“ af samherjum sínum. Mætti þýða það sem Lávarður Tími en Williams er einkar stundvís og hefur sætt sig við að gælunafnið muni mögulega elta hann um ókomna tíð. Hans helsti ókostur er fjöldi meiðsla en Williams hefur aðeins spilað 113 leiki á þremur tímabilum í NBA-deildinni til þessa. Í aðeins einum leik hefur hann spilað meira en 30 mínútur. Takist honum að haldast heill þá er Boston með demant í höndunum. Talen Horton-Tucker (Los Angeles Lakers) Talen Horton-Tucker í leik gegn Toronto Raptors.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Hinn tvítugi Horton-Tucker er mögulega of ungur til að vera á þessum lista þar sem það er enn alls óvíst hversu stórt hlutverk hann mun spila í öldnu liði Lakers í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN hefur þjálfarateymi Lakers íhugað að setja THT eins og hann er nær alltaf kallaður í byrjunarliðið til að gefa liðinu unga og ferska fætur. Hann fékk nýjan þriggja ára samning í sumar og var í raun valinn fram yfir Alex Caruso sem fór til Chicago Bulls. THT getur leyst margar stöður fyrir Lakers og er talinn mjög spennandi kostur, sérstaklega miðað við aldur. Ef honum tekst að bæta skotnýtingu sína fyrir utan þriggja stiga línuna er aldrei að vita nema hann negli byrjunarliðssætið niður og hjálpi Lakers að endurtaka leikinn frá 2020. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Það verður áhugavert að sjá hvernig Giannis Antetokounmpo og félagar í Bucks takast á við það að vera ríkjandi meistarar. Erfiðara að verja titil en að vinna hann og allt það. Kyrie Irving hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hann neitar að láta bólusetja sig og mun því ekki spila með Brooklyn Nets. Mikið hefur verið rætt og ritað um samsetningu Los Angeles Lakers. LeBron James leiðir lið þar sem flestir eru á síðustu metrunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið höndlar álag NBA-deildarinnar. Liðið tapaði öllum sex æfingaleikjum sínum og ljóst að það þarf að fínpússa fleiri en einn hlut áður en deildin fer af stað annað kvöld. Þá tók ESPN tsaman hvaða fimm leikmenn gætu stolið senunni í vetur. Reynt var að forðast að hafa stórstjörnur, áhugaverðustu nýliðana eða þá sem sprungu út í fyrra á listanum. Darius Garland (Cleveland Cavaliers) Darius Garland gegn Bradley Beal.EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Hinn 21 árs gamli Garland sprakk út eftir að skora 37 stig gegn San Antonio Spurs í apríl á síðustu leiktíð ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Sá leikur breytti hugarfari Garland sem var með 17,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Garland er einn af mýmörgum leikmönnum deildarinnar sem virðist geta skotið nánast hvar sem er á vellinum. Þjálfarateymi Cleveland vill sjá hann taka enn fleiri þrista en á síðustu leiktíð þar sem hann var með fimm að meðaltali í leik. Takist Garland að taka næsta skref á sínum ferli er ljóst að hann og Collin Sexton geta gert góða hluti með ungt lið Cleveland. Þeir taka ekki mark á gagnrýnina sem byggist aðallega á því að þeir séu of svipaðir leikmenn. „Við höfum séð Fred VanVleet og Kyle Lowry gera þetta svo af hverjum getum við það ekki? Ég tel okkur vera aðeins betri í dag en þeir voru á okkar aldri.“ Chume Okeke (Orlando Magic) Chuma Okeke er einn af þeim sem á að leiða endurbyggingu Orlando-liðsins.Alex Menendez/Getty Images Hinn 23 ára gamli Okeke spilaði ekkert á sínu fyrsta tímabili í deildinni þar sem hann var að jafna sig af hnémeiðslum. Hann var hlédrægur og talaði lítið sem ekkert við liðsfélaga sína. Hann hefur opnað sig aðeins og er vel metinn af liðsfélögum sínum. Hann spilaði sem kraftframherji á síðustu leiktíð en talið er að Orlando stefni á að nýta hann í fleiri hlutverkum í vetur. Okeke skoraði aðeins 7,8 stig að meðaltali á síðustu leiktíð ásamt því að taka 4 fráköst. Orlando vonast til að Okeke bæti um betur í ár sem og að hann nýtist enn betur varnarlega. OG Anunoby (Toronto Raptors) OG Anunoby hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin misseri.EPA-EFE/ERIK S. LESSER Anunoby ætti í raun að vera útskrifaður þegar kemur að svona listum eftir að hafa skorað 16 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. ESPN, líkt og leikmaðurinn sjálfur, telur þó að hann geti tekið enn eitt skrefið fram á við. Hinn 24 ára gamli Anunoby hefur verið í deildinni frá 2017 en hefur verið einkar óheppinn. Faðir hans lést skömmu fyrir tímabilið 2018-2019, fyrir úrslitakeppnina það tímabilið sprakk botnlangi leikmannsins. Hann hefur einnig verið að glíma við ýmis leiðinleg meiðsli síðan. Kórónufaraldurinn hefur svo haft sín áhrif á öll lið deildarinnar en Toronto var eina liðið sem þurfti að flytja. „Óheppni og slæmar tímasetningar. Ekkert sem hægt er að gera í því,“ segir Anunoby um hrakfarir sínar og ljóst er að hann – og Toronto – ætla sér stóra hluti í vetur. Robert Williams III (Boston Celtics) Robert Williams III heldur í baráttunni gegn Russell Westbrook.EPA-EFE/CJ GUNTHER Hinn 23 ára gamli Williams gæti orðið einn af betri varnarmönnum deildarinnar þegar fram líða stundir. Honum er alveg sama um tölfræði og hversu mörg stig hann skorar, eina sem skiptir hann máli er að vinna leiki. Hann er kallaður „Time Lord“ af samherjum sínum. Mætti þýða það sem Lávarður Tími en Williams er einkar stundvís og hefur sætt sig við að gælunafnið muni mögulega elta hann um ókomna tíð. Hans helsti ókostur er fjöldi meiðsla en Williams hefur aðeins spilað 113 leiki á þremur tímabilum í NBA-deildinni til þessa. Í aðeins einum leik hefur hann spilað meira en 30 mínútur. Takist honum að haldast heill þá er Boston með demant í höndunum. Talen Horton-Tucker (Los Angeles Lakers) Talen Horton-Tucker í leik gegn Toronto Raptors.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Hinn tvítugi Horton-Tucker er mögulega of ungur til að vera á þessum lista þar sem það er enn alls óvíst hversu stórt hlutverk hann mun spila í öldnu liði Lakers í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN hefur þjálfarateymi Lakers íhugað að setja THT eins og hann er nær alltaf kallaður í byrjunarliðið til að gefa liðinu unga og ferska fætur. Hann fékk nýjan þriggja ára samning í sumar og var í raun valinn fram yfir Alex Caruso sem fór til Chicago Bulls. THT getur leyst margar stöður fyrir Lakers og er talinn mjög spennandi kostur, sérstaklega miðað við aldur. Ef honum tekst að bæta skotnýtingu sína fyrir utan þriggja stiga línuna er aldrei að vita nema hann negli byrjunarliðssætið niður og hjálpi Lakers að endurtaka leikinn frá 2020. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira