Framganga SA í máli flugmanna setji hættulegt fordæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 16:17 Bláfugl sagði upp ellefu flugmönnum FÍA fyrr á árinu. Mynd/ Vilhelm. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur skorað á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að standa við gildandi kjarasamning og fara eftir dómi sem féll nýverið í málinu í Félagsdómi. Lögmaður FÍA segir að um skýrt lögbrot sé að ræða af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja. Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Málið varðar uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli fyrr á árinu en Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að uppsagnirnar hafi verið ólögmætar. Í yfirlýsingu Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé óásættanlegt að ekki sé farið eftir dóminum og gildandi kjarasamningum. Sonja Bjarnadóttir Backman, lögfræðingur FÍA, segir að um sé að ræða hættulega þróun. Það hafi komið skýrt fram í dóminum að kjarasamningar haldi gildi sínum og því eigi félagsmenn FÍA forgang í ellefu stöðugildi hjá Bláfugli. „Við teljum þetta vera alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og ef að eftirlitsaðilar grípa ekki inn í málið, að þetta félag og samtökin virði ekki gildandi lög kjarasamninga og fallna dóma, þá er verið að skapa hérna mjög hættulegt fordæmi fyrir íslenskan vinnumarkað í heild,“ segir Sonja. „Við höfum nú þegar séð anga af því að önnur fyrirtæki eru að fylgjast með þessu máli til að athuga hvort þau geti stigið þessi sömu skref og þetta þarf bara að stoppa,“ segir Sonja en hún bendir á að skömmu fyrir uppsagnirnar hafi þar verið ráðnir inn erlendir gerviverktakar á helmingi lægri launum. Með yfirlýsingu FÍA er einnig verið að kalla eftir viðbrögðum frá yfirvöldum og þau beðin um að láta sig málið varða. „Það eru eftirlitsaðilar með vinnumarkaðinum, eins og Vinnumálastofnun, sem að hefur heimildir til að grípa inn í á mörgum stöðum. Þarna er til að mynda íslenskt félag að ráða inn gerviverktaka frá erlendri starfsmannaleigu. Að okkar mati hefur eftirlit með þessu ekki verið með fullnægjandi hætti,“ segir Sonja. „FÍA er auðvitað líka með þessari yfirlýsingu að kalla eftir samstöðu stéttarfélaga landsins, því að í okkar augum er þetta ekkert nema en aðför að íslenskum vinnumarkaði og stéttarfélögum og kjarasamningum,“ segir Sonja.
Samgöngur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00 Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. 4. október 2021 11:00
Uppsagnir flugmanna Bláfugls dæmdar ólögmætar Félagsdómur staðfesti í dag ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). FÍA fagnar niðurstöðunni en félagið höfðaði mál á hendur Samtökum atvinnulífsins sem Bláfugl heyrir undir. 16. september 2021 16:49
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10. maí 2021 13:53