Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 20:39 Þórir Helgi Bergsson er nýr rekstrarstjóri Snaps. Vísir Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira