Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 12:11 Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja funda um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. „Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52