Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 20:00 Nýir þingmenn. vísir Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas. Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas.
Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21