Með andlitið í blóðpolli Gunnar Karl Ólafsson skrifar 8. október 2021 07:00 Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun