Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 10:50 Útflutningsverðmæti áls voru veigamest í aukingu á útflutningi iðnaðarvara í september. Vísir/Vilhelm Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. Á vef Hagstofunnar kemur fram að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi útflutningur numið 66,9 milljörðum og innflutningur 85,7 milljörðum. Verðmæti vöruútflutnings í september jukust um 11,7 milljarða og munar þá mest um aukið verðmæti álútflutnings. Innflutningur í september jókst um 13 milljarða og munaði þar mestu um verðmæti innfluttra fjárfestingavara sem jókst um tæpa sex milljarða milli ára, eða um 41%. Verðmæti innflutts eldsneytis jókst um rúm 50%. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 213,6 milljarða króna sem er 61,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Útflutningsverðmæti fiskeldisafurða jókst um fjórðung Verðmæti vöruútflutnings síðustu tólf mánaða jókst um tæpa 100 milljarða króna, eða um 16,4% miðað við fyrra tímabil. Munar þar mest um iðnaðarvörur, sem eru um 50% af útflutningsverðmæti, en verðmæti þeirra hækkaði um 21% frá september 2020 til 2021. Sjávarafurðir voru 40% af útflutningi og jókst verðmæti þeirra um 7,8% á tímabilinu. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 7,2 milljarða, eða um fjórðung, og var um 5% af heildarútflutningsverðmætum. 21% aukning á innflutningi Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 922,1 milljarður króna og jókst um 161,1 milljarð króna miðað við tólf mánuði þar á undan eða 21,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin á þessu tólf mánaða tímabili var mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og flutningatækjum. Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Á vef Hagstofunnar kemur fram að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi útflutningur numið 66,9 milljörðum og innflutningur 85,7 milljörðum. Verðmæti vöruútflutnings í september jukust um 11,7 milljarða og munar þá mest um aukið verðmæti álútflutnings. Innflutningur í september jókst um 13 milljarða og munaði þar mestu um verðmæti innfluttra fjárfestingavara sem jókst um tæpa sex milljarða milli ára, eða um 41%. Verðmæti innflutts eldsneytis jókst um rúm 50%. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 213,6 milljarða króna sem er 61,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Útflutningsverðmæti fiskeldisafurða jókst um fjórðung Verðmæti vöruútflutnings síðustu tólf mánaða jókst um tæpa 100 milljarða króna, eða um 16,4% miðað við fyrra tímabil. Munar þar mest um iðnaðarvörur, sem eru um 50% af útflutningsverðmæti, en verðmæti þeirra hækkaði um 21% frá september 2020 til 2021. Sjávarafurðir voru 40% af útflutningi og jókst verðmæti þeirra um 7,8% á tímabilinu. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 7,2 milljarða, eða um fjórðung, og var um 5% af heildarútflutningsverðmætum. 21% aukning á innflutningi Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 922,1 milljarður króna og jókst um 161,1 milljarð króna miðað við tólf mánuði þar á undan eða 21,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin á þessu tólf mánaða tímabili var mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og flutningatækjum.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira