Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 12:02 Vélmennin sem yfirvöld í Singapúr sendu út á götur borgarinnar fyrir skemmstu vöktu nokkurn óhug. Sumum þykir þau minna óþyrmilega á kvikmyndirnar um Robocop. Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar. Singapúr Mannréttindi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar.
Singapúr Mannréttindi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira