Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 19:39 Frances Haugen vann um hríð hjá Facebook, en blöskraði starfshættir stjórnenda og áhersla á ofsagróða fram yfir samfélagslega hagsmuni. Hún ljóstraði því upp um framferðið og bar vitni fyrir þingnefnd í Washington fyrr í dag. Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42
Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48