Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2021 11:36 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittast og ræða málin eftir kosningar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira