Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 11:52 Kjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54