Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2021 12:08 Aron Einar Gunnarsson og annar maður, fyrrverandi landsliðsmaður, eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Vísir/Bára Dröfn Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08