Virknin liggur of djúpt til að mæla kvikuhreyfingar Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 19:50 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðuna á Reykjanesi með Kolbeini Tuma Daðasyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17