Stöðvið einkavæðingu menntakerfisins! Ari Óskar Víkingsson skrifar 30. september 2021 14:00 Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar