Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 21:22 Atvikið hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Aðsend Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum. Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum.
Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20